Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2008 11:03

Ávöxtum sjálf okkar pund

Slæm staða efnahagsmála og þær aðgerðir sem hefur verið gripið til varðar alla landsmenn. Sérstaklega kemur ástandið illa við aðstæður láglaunafólks og aðstæður margra þeirra sem á síðustu árum hafa tekið lán til að koma sér upp þaki yfir höfuðið eða til að byggja upp framleiðslu, sem er mikilvæg fyrir atvinnuástandið. Stjórn samtakanna Landsbyggðin lifir hefur sent frá sér ályktun. Þar segir m.a. að það sé skylda samfélagsins, ríkis, sveitarfélaga og einstaklinga að koma þeim til aðstoðar strax sem illa fara út úr þessum hremmingum.

“Landsbyggðin lifi bendir á að hin kalda markaðshyggja sem einkennt hefur stefnu íslensks þjóðfélags um langt árabil, hefur komið illa við láglaunafólk, alls staðar, sérstaklega hefur hún komið illa við landsbyggðina og þau markmið að efla byggð um allt land.

Stefnan hefur leitt til þess að auka gróða fárra einstaklinga sem staðið hafa í alþjóðlegum peningaviðskiptum á kostnað framleiðslu í undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Þessi stefna hefur nú leitt þjóðina í efnahagslegt skipbrot og skuldafen.

Nú þurfum við að endurmeta stefnuna. Landsbyggðin lifi hvetur almenning um allt land til að taka höndum saman til að styðja þá sem eiga í mestum erfiðleikum. Um leið hvetjum við almenning  til að hefja stefnumótandi umræðu um hvernig samfélagi við viljum búa í.  Kjörorðið gæti verið: Ávöxtum sjálf okkar pund, mótum stefnuna sjálf út frá hagsmunum almennings, leggjum aukna áherslu á hið smáa og nærtæka í okkar umhverfi.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is