05. nóvember. 2008 03:58
Hljómsveitin Nýdönsk stendur fyrir tónleikum á Pöbbnum á Hvanneyri á morgun, fimmtudaginn 6. nóvember. Það er kannski helst fréttnæmt fyrir þær sakir að hljómsveitarmeðlimir segjast sennilega aldrei hafa komið fram á minni stað þótt sjaldan eða aldrei hafi hún verið vinsælli. Miðar á viðburðinn seldust enda allir í forsölu.
“Hugmyndin að fara og spila þarna þótti nógu áhugaverð til að hrinda henni í framkvæmd,” segir tónlistarmaður Jón Ólafsson sem er sem kunnugt er einn af burðarásum Nýdanskrar.
Nýdönsk sendi nýverið frá sér sína áttundu hljóðversskífu sem heitir Turninn. Sveitin fagnaði 20 ára afmæli í fyrra og á þeim tímapunkti ákvað Daníel Ágúst að ganga á nýjan leik til liðs við hljómsveitina, eftir 12 ára fjarveru.