Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2008 08:12

Stórmót í skák í aldarminningu Ottós A Árnasonar

Aldarminningarmót í skák verður haldið í Ólafsvík laugardaginn 15. nóvember nk. í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Mótið hefst klukkan 13 og er búist við að um 60-80 manns taki þátt í því. Mótið er sem fyrr haldið til minningar um Ottó A. Árnason, stofnanda og formann Skákfélags Ólafsvíkur til fjölda ára. Ottó hefði orðið 100 ára þann 4. nóvember sl. hefði hann lifað. Skákfélag Snæfellbæjar hefur staðið fyrir mótinu sl. sex ár og hefur það verið afar vinsælt meðal skákmanna þar sem sterkustu skákmenn landsins að meðtöldum stórmeisturum hafa iðulega mætt.

Gunnar Gunnarsson er gjaldkeri skákfélagsins. Hann segir í samtali við Skessuhorn að undirbúningur að mótshaldinu hafi gengið vel. Sá undirbúningur felst meðal annars í því að afla styrktaraðila, skipuleggja ferð vestur og ýmislegt fleira. “Meðal þeirra sem koma til okkar eru flestir af fremstu skákmönnum landsins. Þá er sterkur kjarni gamalla KR inga sem alltaf kemur, en alls mæta 30-35 manns af höfuðborgarsvæðinu auk okkar heimamanna og annarra,” sagði Gunnar.

 

Fyrirkomulag mótsins verður þannig að tefldar eru átta umferðir eftir Monradkerfi. Fjórar skákir eru í 7 mínútur og fjórar í 20 mínútur. Skákfélagið býður upp á fríar veitingar, kaffi og meðlæti milli skáka og veisluhlaðborð að móti loknu. Þá býður félagið fría rútuferð frá BSÍ í Reykjavík þaðan sem lagt er af stað klukkan 10. Verðlaun eru veitt bæði fyrir heildarárangur, stigahæstu heimamenn og í unglingaflokki. “Við hvetjum alla skákáhugamenn til þess að mæta á mótið og vonumst til þess að sjá sem flesta. Undanfarin ár hafa þáttakendur verið á milli 60 til 80 manns en til okkar er öllum frjálst að koma og fylgjast með spennandi móti,” segir Gunnar. Skráning á mótið óskast send á netfangið roggi@fmis.is eða hringja í síma 840-3724.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is