Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2008 12:05

Ætla sér að ná árangri

“Þetta er samstilltur hópur sem ætlar að ná árangri,” segir Bjarki Gunnlaugsson annar þjálfara ÍA í spjalli á heimasíðu félagsins. Fyrsti æfingaleikur liðsins var gegn 2. flokki sl. laugardag og næst mætir það KA. Sá leikur fer fram í Akraneshöll 15. nóvember. Að sögn Bjarka er ætlunin að leika sem flesta æfingaleiki fram að jólafríi.

“Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að það þarf að taka á öllu til þess að komast upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun og þetta verður ekki auðvelt. En við höfum mikla trú á þessum strákum og teljum að þeir geti komið okkur aftur í hóp þeirra bestu næsta haust,” segir Bjarki en nú æfa um 25 leikmenn með liðinu.

Björn Bergmann Sigurðarson og Stefán Þórðarson eru sem kunnugt er ekki lengur með. Bjarki segir að vissulega séu þeir báðir góðir leikmenn sem þeir sjái á eftir, en eins og staðan sé núna séu þeir ekki að líta á leikmenn annars staðar frá. “Mér líst mjög vel á Gísla Frey Brynjarsson, sem var að láni í Ólafsvík í sumar og hefur sýnt góða takta. Andri Júlíusson kemur aftur frá KA. Þetta eru strákar sem mikið býr í að mínu mati. Þeir fá allavega sinn séns,” segir hann í fyrrnefndu spjalli á heimasíðu KFÍA.

 

Mál Kára Steins Reynissonar og Pálma Haraldssonar eru óljós og Bjarki á síður von á að þeir Dario Cingel og Vjekoslav Svadumovic komi aftur. Hins vegar hefur Hjálmur Dór Hjálmsson mætt á æfingar að undanförnu og sýndi gamla takta þrátt fyrir þriggja ára fjarveru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is