06. nóvember. 2008 02:31
Afmælishátíð í tilefni af 90 ára afmæli UDN sem hefjast átti klukkan 14 í Dalabúð í Búðardal seinkar til klukkan 16:00. Þar verður myndasýning og sýning á munum úr sögu sambandsins og aðildarfélaga þess. Þá verða kaffiveitingar í boði. Félagar í UDN bjóða öllum velunnurum að mæta og eiga góða stund í Dalabúð.