Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2008 02:35

Boðið upp á glænýja síld á bryggjunni í Hólminum

Frá Stykkishólmshöfn.
„Þú gætir komið með stígvélið þitt, dýft því niður í fjöruborðið og það kæmi strax í það,“ sagði Hrannar Pétursson hafnarvörður í Stykkishólmi þegar Skessuhorn sló á þráðinn til hans um hádegisbil. Síldin er nú komin upp í fjörur við Hólminn og gátu nokkrir bæjarbúar ekki stillt sig um að dýfa neti í fjöruna í morgun og veiddu þá nokkur hundruð kíló af spriklandi og feitri síld. Hún er nú komin í trog á bryggjunni og er gestum og gangandi boðið að fá sér. Mun vera þó nokkuð um að fólk komi og nýti sér það, enda fáir sem afþakka glænýja síld á diskinn.

Hrannar sagði að síldarskipin væru að veiðum rétt fyrir utan höfnina. Nokkur síldveiðiskip fengu fullfermi rétt utan við höfnina í Stykkishólmi í gær og eru nú á leið til Austfjarða eða Vestmannaeyja til löndunar.„Ég sé að Hákon er rétt við Kiðeyna. Kap, Bjarni Ólafsson og Jóna Eðvald eru fyrir framan Landey,“ sagði Hrannar þegar hann kíkti á skjáinn hjá sér til að sjá nánari staðsetningu skipanna. Hann sagði að annars væri rólegt við höfnina. Einir sjö smábátar væru við handfæra- og línuveiðar. Aflabrögð væru vel viðunandi, en Hrannar hafnarvörður segir að líf færðist jafnan í veiðarnar eftir áramótin.

 

Það þarf varla að taka fram að veiðar á síld eru kvótabundnar og því netaveiðar við fjöru ólöglegar. Varla fer þó löggjafinn að skipta sér af því og vonandi lítur hann á þetta uppátæki Hólmara sem krydd í tilveruna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is