Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2008 11:05

Langt komið að steypa undirstöður vatnsverksmiðjunnar

Vinna við vatnsátöppunarverksmiðju Icelandic Glacier Products í Rifi gengur samkvæmt áætlun. Fyrir skömmu var lokið við að steypa undirstöðumannvirki útveggja verksmiðjuhússins, sem er risavaxið 70 metra breitt og 130 metra að lengd. Þessa dagana er verið að steypa undirstöður undir súlur sem halda munu þaki hússins uppi. Súlurnar verða 34 talsins og fara um 11 rúmmetrar af steypu í undirstöðu hverrar súlu. Áætlað er að rúman hálfan mánuð taki að steypa „fúntamentin“  undir súlurnar en tvö þeirra eru steypt á dag. Von er á húsinu sjálfu til landsins frá Kanada í desember og er það reist á límtré. Áætlað er að búið verði að reisa það næsta vor.

Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni er reiknað með að framleiðsla hefjist í verksmiðjunni einhvern tíma næstu vetur. Á byggingarsvæðinu er búið að setja upp stórt og mikið skilti með mynd af þremur vatnsflöskum, en þannig flöskur verða notaðar undir framleiðslu fyrirtækisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is