Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2008 11:21

Stykkishólmsbær hlýtur Skipulagsverðlaunin 2008

Við hátíðlega athöfn í tilefni alþjóða skipulagsdagsins síðastliðinn laugardag var Erlu Friðriksdóttur bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar veitt Skipulagsverðlaunin 2008, fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Það er Skipulagsfræðingafélag Íslands sem veitir verðlaunin í samvinnu við Skipulagsstofnun og fór athöfnin fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Stykkishólmsbær fær verðlaunin fyrir deiliskipulag miðbæjarins. Í greinagerð með verðlaununum segir m.a.: “Verðlaunin eru tileinkuð Stykkishólmsbæ fyrir stefnu og framfylgd á deiliskipulagi gamla miðbæjarins sem samþykkt var 31. október 2003. Þar er sett fram sú megin stefna að styrkja gamla bæjarkjarnann, þétta byggðina, skilgreina bæjarrými með það að markmiði að bæta við það sem fyrir er fremur en gera gagngerar breytingar. Skipulagið er stefnulýsing bæjaryfirvalda um þann menningararf sem fólgin er í gamla bæjarkjarnanum og yfirlýsing um að þau ætluðu að standa vel að verki þegar að framkvæmdum kæmi.”

Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi var að vonum ánægð eftir að hafa tekið við verðlaununum. “Þetta er mikill heiður fyrir íbúa Stykkishólm og við erum mjög stolt í dag. Það er ánægjulegt að eftir því sé tekið hvað hér hefur verið unnið. Það ríkti mikil sátt um að Stykkishólmur hlyti þessi verðlaun og skipulagsfræðingar telja okkur vel að þeim komin. Skipulagsmálin og uppbygging gömlu húsa Stykkishólms á sér aðraganda síðan árið 1974 þegar Sturla Böðvarsson þáverandi bæjarstjóri ásamt bæjarstjórn áttu frumkvæðið að hér var unnin húsakönnun af Herði Ágústssyni. Við erum að uppskera af þeirri vinnu hófst þá,” segir Erla í samtali við Skessuhorn.

 

Á myndinni eru þau Bjarnfríður skipulags- og byggingarfulltrúi, Erla bæjarstjóri og Gretar forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. Þau voru að vonum stolt með viðurkenninguna sem Stykkishólmur hefur nú hlotið. Ljósm. stykkisholmur.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is