Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2008 04:24

Ingimar Sveinsson heiðursfélagi hestamanna

Ingimar og Guðrún. Ljósm. Eiðfaxi.
Á uppskeruhátíð hestamanna sem fram fór um liðna helgi var Ingimar Sveinsson á Hvanneyri kosinn heiðursknapi ársins. Í greinargerð um kjör knapa ársins segir m.a.: “Sérstök heiðursverðlaun knapa eru veitt þegar tilefni þykir til. Þau eru veitt fyrir margs konar afrek, langa og dygga þjónustu við íþróttina, brautryðjendastarf, starf til fyrirmyndar, langan og gifturíkan keppnisferil og svo framvegis.”  Meðal annarra verðlauna á uppskeruhátíðinni má nefna að Þórður Þorgeirsson var kosinn knapi ársins. Ræktunarbú var kosið Auðsholtshjáleiga, gæðingaknapi ársins var Árni Björn Pálsson, skeiðknapi ársins Sigurður Sigurðarson, íþróttaknapar ársins voru valdir Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Viðar Ingólfsson og efnilegasti knapinn Teitur Árnason.

Farsæll ferill

Eftirfarandi umsögn var lesin um Ingimar í tilefni dagsins:

“Ingimar Sveinsson á Hvanneyri hefur alla tíð verið virkur í hestamennsku, tamningum og keppni. Hann tók þátt í lands- og fjórðungsmótum og sigraði m.a. í A-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti austlenskra hestamanna árið 1980 og aftur árið 1984 á gæðingi sínum Spretti frá Egilsstöðum. Árið 1948 fór hann til náms til Bandaríkjanna og lærði búvísindi við Washington-háskóla. Hann útskrifaðist 1951 og kenndi lengi hrossarækt og tamningar og stórefldi þann þátt kennslu við Bændaskólann á Hvanneyri.

Áður en hann gerðist kennari á Hvanneyri rak hann eitt myndarlegasta bú landsins á fæðingarstað sínum Egilsstöðum á Fljótsdal. Hann stundaði blandaðan búskap og hrossarækt þar sem hann lagði mikla áherslu á fjör og rými. Reiðhestar hans hafa borið þess merki í gegnum tíðina, enda Ingimar ávallt verið flugvel ríðandi. Dæmi um dugnað hans og alúð við hvert viðfangsefni er þegar hann ól upp af mikilli elju móðurlaust folald sem varð að dugmiklum og glæsilegum gæðingi, og aðalreiðhesti hans.

Ingimar Sveinsson hefur alltaf leitað að fróðleik um hesta og hestahald og miðlað óþreytandi til fjölmargra nemenda sinna. Hann hefur verið öðrum fyrirmynd og hvati í rannsóknum á íslenska hestinum, rannsakaði meðal annars vöxt og þroska hans, fóðrun og vöðvabyggingu. Sérstaða íslenska hestsins hefur löngum verið honum hugleikin og tamningar. Hann er frumkvöðull í nýjum aðferðum við frumtamningu hesta í lokuðu hringgerði og byggði aðferðir sínar m.a. á aðferðum hins víðkunna Monty Roberts. Með þessum aðferðum náði Ingimar undraverðum árangri og kenndi jafnt innanlands sem utan.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is