Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2008 07:30

Leita sparnaðarleiða í rekstri skólastofnana

Á fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar í síðustu viku var samþykkt að leggja til að kannaðir verði kostir þess að 5. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar verði allur að Kleppjárnsreykjum frá og með næstu áramótum, en ekki bæði á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum eins og verið hefur. Að sögn Finnboga Rögnvaldssonar, formanns nefndarinnar er ástæðan tvíþætt, annarsvegar húsnæðismál og hinsvegar fjárhagsmál sveitarfélagsins. Finnbogi sagði jafnframt í samtali við Skessuhorn að til stæði að funda með foreldrum og kynna þessa hugmynd.  Á fundi nefndarinnar var einnig rætt um fjárhagsliði skólastofnana í sveitarfélaginu og farið yfir hvar hægt væri að ná fram sparnaði vegna fyrirsjáanlegs tekjusamdráttar Borgarbyggðar. Finnbogi segir að eftir sé að útfæra hugmyndir nánar. Loks hvatti fræðslunefnd á fundi sínum byggðaráð til að leita allra leiða til að skólakstur sem er á vegum sveitarfélagsins nýtist nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar einnig.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is