Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2008 08:14

Sagan Fífill í haga eftir Bjarna Valtý

Bjarni Valtýr
Bjarni Valtýr Guðjónsson í Borgarnesi hefur sent frá sér bókina Fífill í haga. Í fyrra kom út bók hans, Hólaborg. Bjarni segir að sala hennar hafi gengið ágætlega og vonar að sú verði einnig reyndin með nýju bókina. Þetta er þriðja bókin sem kemur út af hendi Bjarna Valtýs sem auk þess hefur innt af hendi þýðingar á efni til flutnings í blöð og útvarp.  Á baksíðu bókarinnar segir: “Sumarið er komið og enn sem fyrr þrá ungmenni þéttbýlisins að fá að njóta sólríkra daga í faðmi fagurrar sveitar. Þannig er það með uppvaxandi sveininn Berg, sem nú lifir sína fyrstu velheppnuðu sumartíð á heimili umhyggjusamrar föðursystur, draumatíð sem hann vill af alhug endurtaka i félagsskap frændsystkina og væntanlega einnig glaðsinna kaupamannsins Gumma.

Þá á sömuleiðis hin hláturmilda Rósa eftirminnilegan þátt í framvindu sumarævintýranna með gáska sínum. Þau Bergur hafa ekki þekkst áður þó bæði séu úr höfuðborginni en hittast nú í fyrsta sinn á upphafdegi hans í sumarverunni. Þau eiga efti að verða perluvinir og þegar frá líður geta ýmis atvik vakið hugmyndir lesandans um hálfleynda ást. Og Jónas er sífellt hinn jafnlyndi yfirvegaði húsbóndi og systkinin Stína og Bjarni síkvik í leikjum og starfi. Smávegis glettur og gamansemi ásamt silungsveiði, reiðtúrum og sjálfum heyskapnum, allt myndar þetta ómissandi ramma um æskulífið að ógleymdum sögunum hennar Stínu.”

 

Bókin Fífill í haga kemur út á næstu dögum og verður seld í bókaverslunum. Aðal sala bókarinnar, segir Bjarni, að verði þó á hendi hans sjálfs, en verð hennar er 2.500 krónur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is