Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2008 10:25

Sakna Grænfána Brekkubæjarskóla

Brekkubæjarskóli er einn af skólum landsins sem hefur unnið til þess að fá að flagga Grænfánanum sem er alþjóðlegt umhverfismerki, en nú hefur honum verið stolið.

“Eftir fjögurra ára markvisst starf fengum við fánann haustið 2007 til tveggja ára og stefnum ótrauð á að fá hann að nýju 2009. Í kjölfar þessa verkefnis hefur margt breyst til batnaðar í skólanum. Sem dæmi um það hefur dregið verulega úr orkunotkun, endurnýting á pappír stóraukist hjá bæði nemendum og kennurum. Allt rusl í skólanum er flokkað og sett í þar til gerða flokkunargáma. Notkun á pappírsþurrkum hefur dregist verulega saman og umhverfisvæn hreinsiefni eru notuð við þrif.  Ýmis skemmtileg verkefni hafa verið unnin þar sem endurnýting er höfð að leiðarljósi, t.d. pappírs- og kertagerð og listaverk unnin úr ýmsum hlutum sem annars hefði verið fleygt,” segir í tilkynningu.

Starfsfólk og nemendur Brekkubæjarskóla eru stolt af fánanum sem blaktað hefur við skólann dag og nótt, en nú ber nýrra við: “Nú er fáninn horfinn!  Einhver hefur gert sér að leik að taka hann niður. Því viljum við nemendur og starfsfólk í Brekkubæjarskóla biðja Akurnesinga að hafa augu og eyru hjá sér og hjálpa okkur að endurheimta fánann okkar.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is