Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2008 11:05

Nýbyrjað á 30 leiguíbúðum við Asparskóga

Þrátt fyrir kólnun og nánast stöðnun í byggingariðnaðinum eru nokkur fjölbýlishús í byggingu á Akranesi og þar af er unnið að krafti í smíði fjögurra blokka við Asparskóga. Tvær trésmiðjur af höfuðborgarsvæðinu eru að byggja þessi hús sem nú er unnið að og eru þau á misjöfnu byggingarstigi. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar er langt komin með sínar tvær blokkir og eru þegar nokkrar íbúðanna komnar í útleigu.

Þá byrjaði Verkvík á dögunum að reisa tvær blokkir sem byggðar verða að drjúgum hluta úr einingum frá Smellinn. Allar verða íbúðirnar í þessum fjórum blokkum til útleigu.

Að sögn Gunnars Árnasonar framkvæmdastjóra Verkvíkur verða alls 30 íbúðir í þessum tveimur blokkum sem nýbyrjað er á við Asparskóga. Gunnar segir að þær verði tilbúnar til leigu næsta vor og  eru að stærðinni 60-100 fermetra, 2-4 herbergja.

„Við leggjum áherslu á að hentugar og ódýrar íbúðir, en samt snyrtilegar og með nútíma þægindum. Eins og staðan er í dag á fasteignamarkaðinum finnst okkur gott að geta byggt þannig að leigan skili okkur fyrir nauðsynlegum kostnaði eins og afborgunum af lánum, tryggingum og fasteignagjöldum, en liðum eins og rekstrarkostnaði verðum við að reyna að ná úr öðrum vasa, en við höfum byggt okkar starfsemi á þjónustu við stærri fyrirtæki eins og t.d. stóriðjuna og framkvæmdir vegna virkjana. Bygging íbúðarhúsnæðis er svona hliðargrein hjá okkur,“ segir Gunnar Árnason. Hann býst við því að þótt eftirspurnin sé kannski ekki mjög mikil í dag, verði orðin breytt staða strax næsta vor.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is