Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2008 01:01

Fjölgun í starfsliði Atvest á suðursvæði

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur bætt við sig tveimur nýjum starfsmönnum á suðursvæði Vestfjarðakjálkans og eru þeir báðir með aðsetur í Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði. Þetta kemur fram á vef Reykhólahrepps. Þar segir að með þessari aukningu í starfsliði atvest skapist nú forsendur til að vinna mun nánar með einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á suðursvæði Vestfjarðakjálkans. Sérstök áhersla verður lögð á Reykhólahrepp og samstarf við stjórnsýslu, fólk og fyrirtæki þar. Um er að ræða Guðrúnu Eggertsdóttur, sem ráðin hefur verið verkefnastjóri hjá Atvest og Magnús Ólafs Hansson sem fram að þessu hefur verið verkefnastjóri hjá Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi.

Guðrún Eggertsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað undanfarið á Patreksfirði við kennslu og við skrifstofustörf hjá sýslumanni. Guðrún hefur komið að stofnun og rekstri fyrirtækja og unnið að markaðsáætlanagerð. Starfssvið hennar verður nokkuð vítt og spannar m.a. hugmyndavinnu með frumkvöðlum og gerð viðskiptaáætlana auk almennrar ráðgjafar.

 

Magnús Ólafs Hansson hefur mikla reynslu af verkefnavinnu og atvinnusköpun víða á Vestfjörðum. Undanfarið hefur hann unnið að öflun verkefna fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp og tengist sú vinna niðurstöðum Vestfjarðaskýrslunnar svokölluðu.

 

 

Á myndinni eru starfsmenn Atvest: Magnús Ólafs Hansson, Ragnar Jörundsson, Eyrún Sigþórsdóttir, Þorgeir Pálsson og Guðrún Eggertsdóttir.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is