Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2008 11:20

Ríkharður Jónsson útnefndur heiðursborgari Akraness

Í hópi gullaldardrengja og annarra yngri
Bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða á fundi sínum sl. sunnudag að gera Ríkharð Jónsson að heiðursborgara Akraness. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarstjóra og bæjarritara nauðsynlegan undirbúning málsins, en fyrirhugað er að haldin verði formleg athöfn þessu til staðfestingar innan tíðar. Ríkharð Jónsson þarf vart að kynna en hann er án efa sá einstaklingur sem hefur sett hvað mestan svip á knattspyrnusögu Íslendinga. Hann hefur allt frá árinu 1951, þegar hann átti bæði sem leikmaður og þjálfari, stóran þátt í því að Skagamenn urðu í fyrsta skipti Íslandsmeistarar, borið hróður knattspyrnunnar á Skaganum víða. Rikki er án efa sá einstaklingur sem á hvað mestan þátt í þeirri einstöku knattspyrnuhefð og -sögu sem Skaginn státar af. 

Í þá góðu, gömlu daga..
Hann hefur þannig verið óformlegur sendiherra Akraness og fyrirmynd margra knattspyrnumanna, jafnt utan vallar sem innan. Ríkharður lék í 20 ár með landsliði Íslands, alls 33 leiki og skoraði í þeim 17 mörk. Hann var fyrirliði landsliðsins í 23 leikjum og sömuleiðis í hundruðum leikja ÍA. Hann var jafnframt landsliðsþjálfari og byggði auk þess upp hið einstaka gullaldarlið Skagamanna sem leikmaður og þjálfari.

 

Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness, sem lengi hafði afskipti af  knattspyrnumálum á Akranesi, segir ljóst að hróður Ríkharðs Jónssonar hafi borist víða. Til að mynda hafi á sínum tíma landliðsþjálfari Noregs sagt í sín eyru að Ríkharður væri einni þriggja bestu leikmanna í Skandinavíu. „Og það voru engin smámenni sem voru að spila í Skandinavíu á þeim tíma,“ segir Gunnar Sigurðsson, en þess má einnig geta að fyrir skömmu var Ríkharður valinn einn tíu bestu íslensku fótboltamanna frá upphafi, í kjöri sem Sýn stóð fyrir. Árið 2006 kom út bókin „Rikki fótboltakappi”, rituð af Jóni Birgi Péturssyni, þar sem hin einstaka saga Ríkharðs er skráð og er ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér nánar feril þessa farsæla knattspyrnumanns og nú heiðursborgara Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is