Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2008 07:35

Sögueyjan - alþjóðleg sagnahátíð á Snæfellsnesi

Segir sannleikann og rúmlega það..
„Þetta er svona eins og að fá Hollywoodleikara á stuttmyndakvöldi. Við erum að fá til okkar fjóra mjög fræga erlenda sagnamenn auk þekkts íslensks sagnafólks,“ segir Ingi Hans Jónsson í Sögumiðstöðinni á Grundarfirði, Sagnamiðstöð Íslands, um alþjóðlegu sagnahátíðíðina „Sögueyjan 2008“ sem verður haldin á Snæfellsnesi nú seinnipart vikunnar. Hátíðin stendur frá fimmtudegi og fram á laugardagskvöld. Sagnavökur verða í Grundarfirði, Stykkishólmi og á Hellissandi og einnig verða grunnskólarnir á svæðinu heimsóttir. Hápunktur hátíðarinnar verður á Hótel Framnesi í Grundarfirði á lokakvöldi hátíðarinnar 15. nóvember.

Ingi Hans segir að unnið hafi verið að þessu verkefni í nokkurn tíma, en til þess fékkst góður styrkur frá Menningarráði Vesturlands. „Það er langt síðan að við gengum frá öllum samningum og síðan kom kreppan með tilheyrandi falli krónunnar og auknum kostnaði. Allir vildu samt endilega koma þannig að við fáum til okkar þvílíka snillinga: David Cantbell frá Skotlandi, Helen East frá Englandi, Thore Ran frá Noregi og Vibeke Svejstrub frá Danmörku,“ segir Ingi Hans, en einnig koma á hátíðina þrír þekktir íslenskir sagnaþulir, Berglind Agnarsdóttir frá Fáskrúðsfirði, Ragnheiður Þóra Grímsdóttir frá Akranesi og Sigurbjörg Karlsdóttir frá Reykjavík.

 

Jónas Guðmundsson markaðsfulltrúi Grundarfjarðar er einn af þeim sem eru spenntir fyrir sagnahátíðinni og vonast eftir  þó nokkuð mörgum gestum. „Sagnaþulirnir munu gleðja áheyrendur sína með safaríkum, ljúfum og spennandi sögum,“ segir Jónas. Ingi Hans tekur undir það, en varðandi sannleiksgildi sagnanna segir Ingi Hans að eflaust sé það svipað með þetta sagnafólk og sig sjálfan. „Mínir áheyrendur hafa góða tryggingu fyrir því að ég segi ekkert nema sannleikann og rúmlega það.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is