Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2008 08:13

Hliðarhreyfing lands varð mun meiri en áður var talið

Guðmundur Valsson
„Þó svo við byggjumst við talsverðum hreyfingum á landinu, áttum við ekki von á þessu stökki,“ segir Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur hjá Landmælingum Íslands en komnar eru lokaniðurstöður úr mæliátaki sem LMÍ og Vegagerðin stóðu fyrir og fram fóru á Suðvesturlandi dagana 6.-16. október. Þar komu fram gríðarlegar afleiðingar Suðurlandsskjálftanna í maí, sem sýna sig meðal annars allt að 45 sentimetra hliðarhreyfingu jarðskorpunnar á svæðinu í Ölfusi milli Hveragerðis og Selfoss. Áður bentu mælingar til þess að hreyfingin hefði verið mun minni eða um 17 sentimetrar. Hveragerði færðist því nærri hálfan metra nær höfuðborginni en Selfoss fjær.

Örvarnar sýna gliðnun landsins í tvær áttir
Til samanburðar má nefna að í þessum mælingum kom í ljós að flekahreyfingin milli Norður-Ameríku og Evrasíu flekanna hefur skapað gliðnun á milli Belgsholts í Melasveit og Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum um 8 sentimetra á síðustu fjórum árum.

Séu niðurstöður mælinganna í október bornar saman við mælingar frá árunum 2001 og 2004 koma í ljós miklar færslur á landi í Ölfusinu, eða allt að 45 sentimetrar sem fyrr segir. Þessi breyting er rakin að langstærstum hluta til jarðskjálftanna í maí. Út frá þessum samanburði má sjá að áhrif skjálftans á hreyfingar lands eru mest á milli Hveragerðis og Selfoss en fjara síðan nokkuð hratt út er fjær dregur því svæði. Að sögn Guðmundar er hliðarfærslan í landinu mun meira áberandi. Hæðarfærslurnar eru minni og mun óreglulegri.

 

Guðmundur segir að með þessum mælingum hafi Landmælingar verið að sinna sínu hlutverki, að viðhalda grunnkerfinu fyrir mælingar. „Augljóst var að talsverðar breytingar höfðu átt sér stað í legu og hæð mælipunkta á svæðinu og þeir því ónothæfir til vega- og framkvæmdamælinga. Mældar voru mælistöðvar í grunnstöðvaneti landsins auk valinna punkta í landshæðarneti og mælikerfum sveitarfélaga á svæðinu,“ segir Guðmundur en að  mælingunum komu auk Landmælinga og Vegagerðarinnar, Verkfræðistofa Suðurlands fyrir hönd sveitarfélaganna og fyrirtækið Ísmar. Auk nýrra mælinga voru nýtt gögn frá GPS jarðstöðvum Veðurstofu Íslands á svæðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is