Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2008 03:06

Sterkar konur í sjávarplássum höfðu áhrif á mig

Lilja Mósesdóttir
Á þessum skrítnu tímum að undanförnu hefur mikið borið á hagfræðingum í þjóðmálaumræðu á opinberum vettvangi, enda helst þeir sem geta skýrt hlutina í kringum þá miklu efnahagslægð sem Ísland og mörg ríki heimsins ganga nú í gegnum. Ein örfárra kvenna í hópi þessara hagfræðinga er Lilja Mósesdóttir sem fæddist og ólst upp vestur í Grundarfirði og hefur líklega í mörgu annan bakgrunn en flestir þeir sérfræðingar sem fjalla um efnahagsmál í dag. Kannski hefur Lilja líka betri sýn á stöðu landsbyggðarinnar gagnvart þeim þrengingum sem nú ganga yfir. Hún segir að í fiski- og sjómannasamfélaginu vestra hafi móðir sín og vinkonur hennar oft þurft að taka mikilvægar ákvarðanir í fjármálum þegar feðurnir voru á sjónum.

„Ég var vön að hlusta eftir því sem þær voru að segja. Það má segja að þær hafi haft áhrif á mig þessar sterku konur sem svo mikið er af í sjávarplássum. Það fór líka lengi svolítið í taugarnar á mér hversu lítið var rætt við konur þegar fjallað var um efnahagsmál. Kannski langaði mig til að breyta því og þess vegna beindi ég stefnunni að hagfræðinni,“ sagði Lilja í gamansömum tón þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til hennar í Starrahólana í Breiðholtinu á dögunum þar sem hún er búsett.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Lilju í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is