Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2008 12:36

Fjármálaráðstefna í skugga fjármálaþrenginga

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga hefst á morgun og stendur til föstudags á Hilton hóteli í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að 400 sveitarstjórnarmenn sitji ráðstefnuna sem haldin er í skugga  bágrar stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar með sveitarfélaga. Ráðstefnan hefst klukkan 10 með ræðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Halldórs Halldórssonar. Þá flytur fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, ávarp. Framkvæmdastjóri sambandsins, Karl Björnsson, veltir síðan fyrir spurningunni Hvert stefnir í fjármálum sveitarfélaga? og framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., Óttar Guðjónsson, fjallar m.a. um fjármögnun sveitarfélaga á næstu misserum.

Eftir hádegi á morgun mun Kristján L. Möller ráðherra sveitarstjórnarmála ávarpa ráðstefnuna og nefnir hann erindi sitt Sveitarfélög á tímamótum. Að því loknu fjalla Hann Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, og Eyrún I. Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, um stöðu sveitarfélaganna og viðbrögð við efnahagskreppunni. Í framhaldi verða almennar umræður um fjármál og stöðu sveitarfélaganna.  Ráðstefnunni lýkur á svo á fimmtudag með erindi Sigurbjargar Árnadóttur framkvæmdastjóra um kreppuna í Finnlandi, hlutverk sveitarfélaga og atvinnuuppbygging á erfiðleikatímum.

 

Á föstudag hefst ráðstefnan kl. 9 með erindi Stellu Víðisdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, um velferðarþjónustu sveitarfélaga á breyttum tímum. Bæjarstjórarnir Árni Sigfússon í Reykjanesbæ og Róbert Ragnarsson í sveitarfélaginu Vogum fjalla síðan um samvinnu sveitarfélaga um fasteignarekstur frá mismunandi sjónarhóli. Kristján Andri Stefánsson, fulltrúi Íslands í stjórnarnefnd ESA, ræðir um heimildir sveitarfélaga til atvinnuuppbyggingar með tilliti til reglna ESB um opinbera styrki og síðan mun Gylfi Zoëga, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, ræða um orsakir og afleiðingar bankakreppunnar hér á landi, tengsl við útlönd og möguleg úrræði.

Svandís Svavarsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun svo flytja lokaorð og slíta ráðstefnunni um hádegisbil á föstudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is