14. nóvember. 2008 12:00
Tveimur kvöldum af sex er nú lokið í aðaltvímenningskeppni Briddsfélags Borgarfjarðar. Spilað er í Logalandi öll mánudagskvöld. 22 pör taka þátt í mótinu og þegar þriðjungur er liðinn eru átta pör á svipuðu reki í toppbaráttunni. Besta skor sl. mánudagskvölds áttu þeir Stefán og Ingvar (92), fulltrúar háskólanna í Borgarfirði, Heiða og Flemming frá Hvanneyri skoruðu 72 stig og Sveinbjörn og Lárus 56. Tvö pör eru efst og jöfn í keppninni. Það eru Bornesingarnir Jón H Einarsson og Unnsteinn Arason ásamt þeim Stefáni og Ingvari með 79 stig. Í þriðja sæti eru Sveinbjörn og Lárus með 73 stig. Annars er staðan þessi: