Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2008 02:15

Fjármálaráðherra boðaði niðurskurð og aftur niðurskurð

Árni M. Mathiesen
Fulltrúar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem nú stendur yfir í Reykjavík bjuggust ekki við að Árni Mathiesen fjármálaráðherra boðaði fagnaðarerindi af neinu tagi í ræðu sinni í dag. Myndin sem hann dró upp af ástandinu var þó enn svartari en margir höfðu búist við að sjá. Árni áætlar að heildartekjur ríkissjóðs muni dragast saman um fjórðung árið 2009, miðað við samsvarandi tölur í ár. Þar vegur þyngst að stofnar tekjuskatts og fjármagnstekna rýrna um meira en helming og allir skattstofnar dragast saman.

Ráðherrann boðaði að reglubundin framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga myndu dragast saman um að minnsta kosti 10% og að „tímabundin framlög“ ríkisins til Jöfnunarsjóðsins myndu ekki halda áfram. Í fjárlagavinnu yrði miðað við að skera enn meira niður frekar en auka útgjöld.

 

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og aðrir fundarmenn skildu orð ráðherrans á þann veg að ekki yrði framhald á 1,4 milljarða króna viðbótarframlagi ríkisins í Jöfnunarsjóðinn þó ekki væri sagt berum orðum. Á fundinum var lagt hart að ráðherranum að halda þessu viðbótarframlagi inni, enda væri um líf eða dauða að tefla fyrir sveitarfélög sem væru orðin „algjörlega háð framlaginu.“ Fjármálaráðherra kvaðst í lok fundar skynja þessi skýru skilaboð til sín og myndi fara vel yfir málið í sínum ranni en lofaði engu um niðurstöðuna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is