Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2008 02:41

Hrun í fjárhag sveitarfélaga

„Þessar tölur um stöðu og horfur í fjármálum sveitarfélaga tákna auðvitað ekkert annað en hrun þegar á heildina er litið,“ sagði Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag.

Karl gerir ráð fyrir að sveitarfélögin skili ríflega 15 milljörðum króna í framlegð á árinu 2008, sem svarar til 9% af tekjum. Þegar fjármagnsliðir eru teknir inn í myndina blasir við rekstrarhalli upp á 4,3 milljarða króna. Útlitið er enn svartara á árinu 2009, rekstrarhalli upp á 30 milljarða króna. Karl spáir því að jafnvægi náist ekki fyrr en árið 2012.

 

 

Karl velti upp ýmsum möguleikum til að bregðast við vandanum en dró ekki dul á að einhver sveitarfélög, sem eiga afkomu sína að miklu leyti undir Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og eru jafnframt í fjárhagserfiðleikum, myndu trúlega lenda í forsjá eftirlitsnefndar og ráðuneytis á næsta ári. Önnur muni þrauka en örfá „fara létt í gegnum kreppuna“.

 

Hann nefndi ýmsa möguleika til að auka tekjur, meðal annars að hækka hámarksútsvar og fasteignagjöld, hækka gjaldskrár og innheimta gjöld þar sem þjónusta er nú án endurgjalds og aukinn hlut í heildarskatttekjum hins opinbera. Einnig væri nauðsynlegt að minnka útgjöld, til dæmis með því að draga úr launahækkunum, fjölga nemendum í bekkjardeildum og sameina eða leggja niður stofnanir.

 

Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk máli sínu með því að vísa til þess að ríkisstjórnin hefði gert samkomulag við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um útgjöld hins opinbera og þar teldust sveitarfélögin með. Þau réðu því ekki ein vegferð sinni að þessu leyti þó ekkert hafi verið við þau rætt vegna samninga við gjaldeyrissjóðinn. Nauðsyn væri á nýjum og breyttum vinnubrögðum ríkisins gagnvart sveitarfélögunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is