Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2008 04:05

Skallagrímur fær annan erlendan leikmann

Rétt í þessu er nýr leikmaður Skallagríms, Miroslav Andonov, að lenda á Keflavíkurflugvelli en hann er annar erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við liðið á skömmum tíma. Það eru stuðningsmenn Skallagríms sem standa straum af kostnaði við leikmannakaupin.

“Miroslav er Serbi með króatískt vegabréf,” segir Hafsteinn Þórisson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms í samtali við Skessuhorn. Miroslav hefur ekki leikið á Íslandi áður en spilandi þjálfari Skallagríms, Igor Beljaski, gaf honum meðmæli sín.

Igor er einnig frá Serbíu og gekk til liðs við Skallagrím í síðustu viku. “Miroslav er bakvörður sem getur spilað hvar sem er á vellinum. Samkvæmt Igor er hann hávaxinn en gríðarlega snöggur og mikill skotmaður,” segir Hafsteinn.

 

Það verður spennandi að fylgjast með því hvort þeir Igor og Miroslav nái að knýja fram sigur ásamt Skallagrímsliðinu en næsti leikur liðsins er gegn Tindastóli á Króknum á morgun, föstudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is