17. nóvember. 2008 11:25
Óhætt er að segja að söngleikurinn Vítahringur sem nemendur í Grundaskóla hafa sýnt í Bíóhöllinni undanfarið hafi vakið verðskuldaða athygli. Lokasýning var í gær, sunnudag, en uppselt var á flestar sýningar.
Gefinn hefur verið út geisladiskur með lögunum í söngleiknum sem eru öll frumsamin af höfundum hans, þeim Flosa Einarssyni, Gunnari Sturlu Hervarssyni og Einari Viðarssyni. Á heimasíðu Grundaskóla er hægt að hlusta á brot úr lögunum í Vítahring og einnig hægt að sjá myndbrot úr verkinu.