Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2008 03:05

Þorvaldur heimsmeistari í sínum flokki í Austurríki

Þorvaldur, Kristberg og Boris
Þorvaldur Kristbergsson, sem gengur undir nafninu Borgarnesbollan í kraftaheimum, náði frábærum árangri og stóð sig best Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Vín í Austurríki um helgina. Þorvaldur vann sinn flokk, 140 kílóa flokkinn, og hjó með árangri sínum nálægt heimsmetinu sem er samtals 1045,5 kíló. Þorvaldur lyfti tíu kílóum yfir þúsundið og komst þar með í hóp sjö Íslendinga sem hafa lyft yfir tonni.  Nokkrir aðrir íslenskir kraftlyftingamenn fóru á mótið, þar á meðal Heiðar Geirmundsson frá Grundarfirði sem hefur verið að skipa sér meðal þeirra öflugustu. Heiðar hafði ekki lánið með sér í þetta sinn, en hann keppti í sama flokki og „Borgarnesbollan“. Heiðar kenndi sér meins strax í hnébeygjunni. gat ekki beitt sér eftir það og var því ekki að keppa um efstu sætin. Þorvaldur lyfti 405 kíló í réttstöðulyftu, 285 í bekkpressunni og 320 kíló í hnébeygjunni. Heimsmetið er 412,5, 295 og 337,5 kíló.

Á myndinni er Þorvaldur lengst til vinstri á góðri stund með Kristbergi föður sínum og Kristjáni Óskari Haraldssyni sterkasti manni Íslands. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is