Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2008 04:19

Guðni hættir þingmennsku og formennsku í Framsókn

Guðni á fundi í Borgarnesi í haust.
Guðni Ágústsson alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins hefur sagt af sér bæði þingmennsku og formennsku í flokknum. Var bréf um afsögn hans á þingmennsku lesið upp í upphafi þingfundar á Alþingi í dag. Í bréfinu segist Guðni láta í ljósi einlæga von um að þjóðinni takist að sigrast á þeim erfiðleikum, sem nú steðja að. Guðni hefur jafnframt sagt af sér sem formaður Framsóknarflokksins og hefur sent bréf til þingmanna flokksins þar sem hann segist hafa verið reiðubúinn til að leiða það starf með öflugum og samhentum hópi fólks, sem setti flokk sinn og pólitísk gildi hans í öndvegi.

Samkvæmt heimildum Skessuhorns fékk forysta Framsóknarflokksins mikla gagnrýni á mistjórnarfundi sem fram fór sl. laugardag. Þar var talað "óvenju skýrt" eins og einn fundarmanna lýsti fundinum og bætti því við að greinilegt hefði verið að miðstjórnarfólk krefðist breytinga.

„Því miður hefur vonin um nauðsynlegan starfsfrið og einingu breyst í andhverfu sína. Mér er það ljóst að sú sátt innan Framsóknarflokksins sem nauðsynleg er fyrir endurreisn hans mun ekki skapast án breytinga í forystu flokksins. Sú sátt þolir enga bið,” segir Guðni í bréfinu til flokksmanna sinna. Þá segist hann í tölvupósti til fjölmiðla ekki ætla að tjá sig frekar um þetta mál eða önnur á næstu vikum. „Með því tel ég mig vinna Framsóknarflokknum og því endurreisnarstarfi sem hans bíður mest gagn.”

 

Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður er varaformaður Framsóknarflokksins og tekur hún við formennsku nú. Þá er Eygló Harðardóttir, framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og mun taka þingsæti ásamt Helgu Sigrúnu Harðardóttur sem kom á þing í síðustu viku fyrir Bjarna Harðarson sem einnig sagði af sér þingmennsku fyrir sama flokk í sama kjördæmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is