Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2008 05:29

SHA gert að skera niður um 200 milljónir

“Við fengum erindi frá ráðuneytinu síðdegis á föstudag og kynntum það fyrir yfirlæknum og deildarstjórum á fundi nú áðan,” segir Guðjón S. Brjánsson framkvæmdastjóri Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi en stofnuninni hefur verið gert að skera niður útgjöld á næsta ári um 10% eða um 200 milljónir króna. “Sú upphæð er miðuð við það fjárlagafrumvarp sem sett var fram fyrr í haust. Þar vantaði um 100 milljónir króna til að við gætum haldið óbreyttri starfsemi.”

Guðjón segir að framkvæmdastjórn SHA hafi fundað um málið um helgina en henni hefur verið gert að skila sparnaðartillögum á morgun. “Við höfum einsett okkur að leitast við að komast hjá því að segja nokkrum manni upp. En það eru ýmis atriði til skoðunar. Við sjáum ekki til lands ennþá. Við munum kynna grófa áætlun á morgun en þá er öll nánari útfærsla eftir í samráði við okkar stjórnendur.”

 

Guðjón segir að leitast verði við að varðveita starfsemi SHA og grípa ekki til aðgerða sem ekki verði afturkræfar. “Við teljum að þetta séu tímabundnir erfiðleikar og viljum fara í orkusparandi aðgerðir. Spara mannaflann þar til við getum nýtt hann að fullu.” Hann neitar því ekki að líklega komi til launaskerðingar starfsmanna. “Tæplega 80% af okkar útgjöldum er mannauðurinn hér, þar liggja verðmætin. Þetta reynir auðvitað mikið á okkar starfsfólk og samstöðuna hér innanhúss. Mönnum varð hverft við á fundinum í dag en í þessu árferði er þetta ekki spurning um betri kjör heldur hversu mikið þau rýrna.”

 

Þessar aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins ná til allra heilbrigðisstofnana á landinu. “Stjórnvöld hafa lýst því yfir að það sé vilji þeirra að verja velferðarkerfið. Heilbrigðiskerfið mun bíða mikinn hnekki ef þetta er endanleg niðurstaða og við erum að hverfa allmörg ár aftur í tímann.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is