Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2008 10:08

Morgunverðarfundur um stöðu miðaldra og eldra fólks

Árið 2005 skipaði félagsmálaráðherra sjö manna verkefnisstjórn sem ætlað er að stýra fimm ára verkefni sem hefur það meginmarkmið að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.  Verkefnisstjórnin hefur lagt áherslur á rannsóknir í starfi sínu og kynnir tvær mastersritgerðir sem skrifaðar hafa verið á þessu ári og tengjast aldurshópnum á vinnumarkaði. “Núverandi staða í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar vekur upp ýmsar spurningar um stöðu hópsins,” segir í tilkynningu frá 50+ hópnum.  Hópurinn gengst fyrir morgunverðarfundi á morgun, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 8.30 -10:00 á Grand hóteli í Reykjavík, salur Háteigur B, þar sem fjallað verður um stöðu miðaldra og eldra fólks nú þegar þrengir að á vinnumarkaði. Á fundinum munur þrír frummælendur fjalla um sérstöðu hópsins í þróun og ástandi samtímans. 

Dagskrá:

 

Karl Sigurðssonforstöðumaður vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar gerir grein fyrir þróun atvinnuleysis hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt og stöðu þeirra á vinnumarkaði.

 

Guðfinna Harðardóttir  sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, segir frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í tengslum við gerð meistararitgerðar í mannauðsstjórnun við HÍ - Viðhorf stjórnenda í verslun til færni miðaldra og eldra starfsfólks

 

Margrét Linda Ásgrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum gerir grein fyrir verkefni varðandi miðaldra og eldra fólk á atvinnuleysisskrá sem unnið var fyrir Vinnumarkaðsráð Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum.

 

Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir framkvæmdastjóri Héraðs- og Austurlandsskóga segir frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var meðal fyrirtækja í tveimur atvinnugreinum hvað varðar aldursstjórnun og stefnumótun við starfslok.  Rannsóknin var gerð í tengslum við meistararitgerð í viðskiptafræðum við Háskólann á Bifröst – Aldursstefna fyrirtækja,  starfslok - stefnumótun

 

Hjalti Jóhannessonsérfræðingur og aðstoðar forstöðumaður Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri  mun fjalla um breytingar í atvinnulífinu með hliðsjón af reynslu frá Akureyrarsvæðinu.

 

Morgunverður framreiddur frá kl. 08.00

Allir velkomnir

 

(fréttatilkynning)

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is