Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2008 02:08

Afmæli Skógræktarfélags Borgarfjarðar og jólatrjáasala

Skógræktarfélag Borgarfjarðar var stofnað þann 5. nóvember 1938. Í tilefni sjötíu ára afmælis félagsins verður kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi næstkomandi sunnudag klukkan 15 og hvetur stjórn félagsins félaga og velunnara að mæta. “Á umrótatímum sem þeim er nú ganga yfir þjóðina er starf félaga með samfélagsleg markmið enn mikilvægara en ella. Í afmælisveislunni mun Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands og fv. bæjarstjóri flytja stutt erindi um hlutverk skógræktar og skógræktarfélaga á tímum samdráttar í atvinnulífinu,” segir í tilkynningu frá félaginu.

 

 

Þá segir að undanfarin ár hafi sala jólatrjáa í samstarfi við björgunarsveitirnar Brák og Heiðar verið fastur liður í starfi Skógræktarfélags Borgarfjarðar. “Íslensk jólatré hafa átt undir högg að sækja á tímum hás gengis krónunnar, en nú er útlit fyrir að minna verði flutt inn af trjám og verð innfluttra trjáa hækki mikið. Meðalhækkun íslenskra trjáa er hinsvegar minni en almennar verðhækkanir síðasta árið. Hvetjum við alla til að styðja við íslenska skógrækt og kaupa íslenskt.”

 

Sunnudaginn 14. desember mun björgunarsveitin Brák taka á móti fólki sem vill sækja sér tré í skógarreitinn í Daníelslundi, frá klukkan 11 til myrkurs. Einnig verður Brák með sölu á jólatrjám í Brákarey frá 17. desember til jóla. Björgunarsveitin Heiðar mun svo taka á móti fólki í Daníelslundi laugardaginn 20. desember, á meðan bjart er. Nánari upplýsingar um jólatré frá Skógræktarfélaginu veitir Friðrik Aspelund í síma 893-7306.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is