Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2008 03:02

Mikil eftirspurn eftir störfum í verslun

Fyrirtæki víða um land eru að grípa til aðgerða til að bregðast við versnandi efnahagsástandi svo sem með fækkun starfsfólks, minna starfshlutfalli og samningum um lækkun launa. Þar eru verslanir ekki undanskildar. Samkaup rekur nú sex verslanir á Vesturlandi og segir Dómhildur Árnadóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins að fylgst sé stöðugt með afkomu og rekstri einstakra verslana og hagrætt ef ástæða er til.

Skessuhorni fékk í liðinni viku ábendingu um uppsagnir starfsfólks Samkaupa í Búðardal og jafnframt var haldið fram að þar væri jafnvel greitt undir kjarasamningum. Dómhildur neitar alfarið að starfsfólki sé greitt undir gildandi launatöxtum. Hún segist ekki vilja ræða mál einstakra verslana og starfsfólks þar en staðfestir að fækkun hafi orðið í starfsliðinu í Búðardal enda sé verslunin árstíðaverslun þar sem velta yfir sumartímann sé töluvert meiri en á veturna og því þurfi að fækka á haustin.

“Það er því ekkert óeðlilegt að grípa verði til aðgerða vegna samdráttar í sölu.” Dómhildur segir að gríðarleg aukning hafi orðið í umsóknum í störf hjá fyrirtækinu um land allt en Samkaup rekur yfir 40 verslanir og eru flestar þeirra á landsbyggðinni. “Þegar þenslan var hvað mest var erfitt að manna störf sem losnuðu og þurfti jafnvel að fá unglinga í störf. Nú er allt annað ástand og mikil eftirspurn eftir vinnu í verslunum okkar,” segir Dómhildur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is