Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2008 12:02

Eini framhaldsskólinn sem kennir um Evrópusamstarf

“Mín reynsla er sú að framhaldsskólanemar viti almennt lítið um Evrópusambandið. Sumir hafa heyrt minnst á það í fréttum en vita ekkert um bakgrunninn,” segir Kristján E. Guðmundsson kennari í félagsvísindum sem hefur í fjögur ár boðið nemendum í Fjölbrautaskóla Vesturlands upp á áfanga um Evrópusamstarf undir yfirskriftinni Ísland í Evrópusamvinnu. Þótt ótrúlegt megi virðast er FVA eini framhaldsskólinn á landinu sem býður upp á slíkan áfanga.  Kristján segir vanþekkingu nemenda skiljanlega í ljósi þess að lítið sem ekkert er fjallað um Evrópusambandið á grunnskólastiginu. “Ég hef verið að skoða kennslubækur í samfélagsfræðum á hinum Norðurlöndunum. Þar skipar ESB veigamikinn sess, jafnvel hjá Norðmönnum sem eru í sömu stöðu og við.

Hér hafa þessi mál legið í þagnargildi. Ég hef grun um að það sé að hluta til meðvitað. Fræðsluyfirvöld hafa að minnsta kosti ekki verið að ýta þessu inn á borð skólanna.”

 

Sjá nánar viðtal við Kristján í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is