Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2008 03:38

Lýsa vanþóknun á aðför að Seðlabankastjórn

Stjórn Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, lýsir vanþóknun sinni á því sem hún kallar “einstaklega ósanngjarna aðför" sem undanfarnar vikur hafi verið gerð að bankastjórn Seðlabanka Íslands og "þá sérstaklega einum af bankastjórum hans.” Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þór þar sem segir einnig: “Hefur engin fyrirhöfn verið spöruð til að gefa almenningi þá mynd, að Seðlabanki Íslands hafi einhvern veginn brugðist hlutverki sína undanfarið og að sem mest af óhöppum íslensks efnahagslífs sé honum að kenna. Þessi áróður stenst ekki skoðun. Má í því sambandi til dæmis minna á, að Seðlabanki Íslands hefur ekki lengur það hlutverk að hafa eftirlit með bankakerfinu, heldur hefur sú skylda undanfarin tíu ár hvílt á Fjármálaeftirlitinu.”

Jafnframt bendir stjórn Þórs á að kapp sé best með forsjá í tengslum við hugsanlegar aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið. “Sú staða sem íslensk þjóð er í um þessar stundir má ekki verða til þess að miklum langtímahagsmunum sé fórnað fyrir ímyndaða lausn til skamms tíma, má í þessu sambandi benda á þá stöðu sem Írland og Spánn finna sig í um þessar mundir, svo einhver dæmi séu nefnd. Þessi varnarorð eru sérstaklega mikilvæg í ljósi framgöngu Evrópusambandsins í garð Íslands í tengslum við lausn Icesave deilunnar og afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á lánsumsókn íslenska ríkisins. Að því máli skoðuðu er ljóst að söngur aðildarsinna um að rödd smáríkja heyrist hátt og skýrt innan Evrópusambandsins er falskur mjög.”

 

Í ályktuninni er því með öllu hafnað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í gegnum tíðina lokað á umræðu um Evrópumál innan sinna raða. “Hafi einhverjar þær breytingar orðið sem réttlæta breytta afstöðu í þeim efnum, koma þær fram í því hagsmunamati sem nýskipuð nefnd undir formennsku Kristjáns Þórs Júlíussonar alþingismanns fer fyrir.”

 

Að endingu hvetur stjórn Þórs alla þá sem koma að lausn þeirrar krísu sem íslenskt samfélag finnur sig í um þessar mundir, undir styrkri forystu forsætisráðherra, til dáða. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is