Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2008 04:10

Vinir frá Kalkútta spyrja hvort við eigum fyrir mat

Shyamali og Dipu Ghosh hafa búið á Íslandi í tæp 12 ár eða frá því þau fluttust frá Indlandi til Akraness. “Þessi ár sem við höfum búið á Íslandi hafa verið þau bestu í sögu landsins og við höfum notið lífsins hér,” segja þau Dipu og Shyamali. “Við trúum því enn að Ísland sé land sem hafi marga kosti. Hér býr gott fólk. En margt af því sem hefur átt sér stað hér undanfarið kemur okkur undarlega fyrir sjónir.” Dipu starfar sem badmintonþjálfari. Shyamali starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu þar til í vor en vinnur nú hjá Akranesdeild RKÍ. Þau ætluðu sér að ferðast, heimsækja vini og fjölskyldumeðlimi og snúa loks aftur til Indlands. Nú vita þau ekki hvort það er mögulegt vegna þess hvernig ástandið er.

 

 

Dipu segir með ólíkindum að ríkisstjórn geti þjóðnýtt banka og að eigendur sparifjár fái undir 70% af því endurgreitt. “Það myndi snúa allt öðruvísi við mér ef þeir gæfu einhver fyrirheit um að endurgreiða þetta að fullu með tíð og tíma. Við erum, líkt og aðrir, búin að vinna hörðum höndum fyrir okkar sparifé og borguðum skatt af því áður en hægt var að leggja það í bankann.” Það sem þeim þykir verst er að fá ekki skýr svör um ástandið. “Reiði almennings vex vegna óvissunnar og getur ekki annað en beinst að ríkisstjórninni sem þarf að taka ábyrgð. Þeir ætla enga ábyrgð að taka þótt almenningur sitji í súpunni.”

 

Sjá nánar spjall við þau hjón í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is