Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2008 03:05

Æfingar byrjaðar á „Taktu lagið Lóa“ í Ólafsvík

Nýlega hófust æfingar hjá Leikfélagi Ólafsvíkur á „Taktu lagið Lóa“ eftir Jim Cartwright. Áætlað er að frumsýnt verði í Félagsheimilinu Klifi þegar um vika verður liðin af nýju ári. Það er Gunnsteinn Sigurðsson formaður Leikfélags Ólafsvíkur sem leikstýrir og þetta er þriðja stykkið sem hann setur upp hjá leikfélaginu. Hin tvö fyrri voru „Sex í sveit“ og barnaleikritið „Allt í plati“. Taktu lagið Lóa er að sögn Gunnsteins drama með gamansömu ívafi, talsvert átakaverk og reiknar hann með að setja verði 12 ára aldurstakmark á sýningarnar. Hlutverk eru sjö og gekk ágætlega að manna þau.

„Við erum með mikið af hæfileikaríku fólki hérna. Tæknilega verður líka talsverð vinna við þessa sýningu og ég reikna með að það henti okkur ágætlega að taka þennan tíma í uppfærsluna. Við erum að komast ágætlega af stað, en síðan tökum við smáhlé í laufabrauðið, smákökurnar og steikina í jólamánuðinum,“ segir Gunnsteinn, er hefur sótt sér leikstjóramenntun á þrjú námskeið hjá Bandalagi íslenskra leikara. Hann kennir valáfanga í leiklist við Grunnskóla Snæfellsbæjar auk þess að sinna þar almennri kennslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is