Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2008 09:35

Snæfell úr leik í bikarnum

Bikarmeistarar Snæfells 2007
Bikarmeistarar Snæfells féllu úr leik í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ, Subwaybikarnum, þegar KR-ingar komu í heimsókn í gærkveldi. Vesturbæingarnir unnu með sex stiga mun 73:79, voru einnig sex stigum yfir í leikhléinu og leiddu mestallan leikinn. Í kvöld mæta Skallagrímsmenn Laugdælum á Laugarvatni og ættu að hafa góða möguleika að vinna sinn fyrsta leik í vetur og komast í 16-liða úrslitin.  Sigurður Þorvaldsson var eins og í mörgum síðustu leikjum styrkasta stoð Snæfellsliðsins í leiknum í gærkveldi. Hann skoraði 26 stig, Jón Ólafur Jónsson kom næstur með 16 stig og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og tók jafnmörg fráköst.

Snæfell er komið með útlending í sínar raðir, ekki óþekktan heimamönnum, Slobodan Subasic. Hann spilaði sinn fyrsta leik í gærkveldi og skoraði 10 stig, Atli Rafn Hreinsson gerði 3 og þeir Gunnlaugur Smárason og Magni Hafsteinsson 2 hvor. Hjá KR voru fyrrum atvinnumennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðsson í aðalhlutverkum. Jakob skoraði 27 og Jón Arnór 22, auk fimm frákasta og fjögurra stoðsendinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is