Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2008 12:12

Litamál íþróttamannvirkja aftur komið í hendur arkitekts

Stýrihópur um val á samræmdum lit íþróttamannvirkjanna á Jaðarsbökkum á Akranesi, sem skipaður var í september, hefur ekki komist að niðurstöðu um litavalið. Á fundi bæjarráðs Akraness sl. fimmtudag var samþykkt tillaga stýrihópsins um að óskað verði eftir að fá Elínu G. Gunnlaugsdóttur arkitekt til samstarf um tillögur með litavalið. Eins og Skessuhorn hefur greint frá var ekki eining um lit á íþróttamannvirkjunum þegar gerðar voru tillögur um hann á liðnu sumri. Þá hafði arkitekt lagt til að blár litur yrði ráðandi í litum mannvirkjanna. Sú tillaga fékk ekki brautargengi í bæjarkerfinu og ljóst að um tilfinningamál var að ræða, þar sem fram kom í máli einstakra bæjarfulltrúa að það væri guli liturinn sem væri litur Skagamanna.

Knattspyrnuforustan á Akranesi tók undir og bætti um betur með því að segja að raunar væri guli liturinn auðlind á Skaganum. Það var í kjölfar þessara umræðu sem stýrihópur var skipaður að tillögu Eydís Aðalbjörnsdóttir bæjarfulltrúa, til að ná sátt um litaval á íþróttamannvirkjunum á Jaðarsbökkum. En nú er málið sem sagt komið í hring, komið í hendur arkiteksts að nýju með val á litnum, en reyndar mun það ekki vera sami arkitektinn og gerði tillögu um bláa litinn í ágústmánuði síðastliðnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is