23. nóvember. 2008 02:30
Björgunarsveitir voru kallaðar út laust eftir klukkan 14 í dag til leitar að tveimur 10 ára drengjum sem týndir voru í sumarhúsabyggð í Svínadal í Borgarfirði. Skömmu eftir útkallið, eða um hálftíma síðar, komu drengirnir hinsvegar í leitirnar heilir á húfi.