Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2008 07:38

Sjálfstraustið þarf að vera í lagi

Það var troðfullt hús í Óðali í Borgarnesi síðastliðinn fimmtudag þegar Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur flutti þar erindi um sjálfstraust og aga. Hann var fenginn til að flytja erindið til að hjálpa fólki að vinna á kvíða vegna efnahagsþrenginga og ástandsins í þjóðfélaginu nú um stundir.  Jóhann Ingi fór á kostum og Borgfirðingar sýndu málefninu mikinn áhuga. Hann fór yfir hvað einkenndi fólk með gott sjálfstraust, hvernig við byggjum upp sjálfstraust og hvernig við getum haft jákvæð áhrif á sjálfstraust annarra. Tilfinningin fyrir því að geta, þora og kunna veiti ákveðna öryggiskennd. Í máli hans kom meðal annars fram að hroki og mont á ekkert skylt við sjálfstraust og góða sjálfsímynd. Einnig að hógværð og gott sjálfstraust getur farið vel saman.

Uppalendur þurfa að hugleiða vel hverskonar fyrirmyndir þeir eru, það skiptir börnin t.d. miklu máli að foreldrar þeirra séu í góðu andlegu jafnvægi og hafi sjálfstraustið í lagi. Rannsóknir sýni að nemendur sem trúi á sjálfan sig, t.d. að þeim muni vegna vel á prófum, að þeir uppskera eftir þeim væntingum. Jóhann Ingi sagði frá hvernig hann hafði unnið með að byggja upp sjálfstraust og sigurvilja hjá íslenska handboltalandsliðinu í Peking síðastliðið sumar. Í lok fyrirlestrarins gaf Jóhann Ingi áheyrendum möguleika á fyrirspurnum úr sal. Að lokum var boðið upp á kaffi og meðlæti.

 

Það var nýstofnað svæðisráð foreldrafélaga grunnskólanna í Borgarbyggð sem stóð fyrir dagskránni. “Félagið hefur fengið það frumlega nafn 4xGB. Það er trú stjórnar félagsins að öflugt samstarfi á milli foreldrafélaga í skólunum, hvort sem þeir eru í þéttbýli eða dreifbýli, styrki Borgarbyggð sem eina heild,” segir Ragnar Frank Kristjánsson fulltrúi í stjórn 4xGB, en Ragnar tók saman texta meðfylgjandi fréttar fyrir Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is