Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2008 08:22

Flutt inn í Búmannablokkina á Þjóðbraut 1

Nú er að mestu lokið byggingu hins nýja húss sem stendur við Skagatorg, nánar til tekið á Þjóðbraut 1 á Akranesi og var stærstur hluti þess tekinn í notkun um liðna helgi. Lóð hússins er í hugum margra ákveðinn miðpunktur í bæjarfélaginu þar sem leiðir liggja þaðan til allra átta og nafnið er auk þess mjög táknrænt. Undanfarna áratugi hafa ýmis fyrirtæki haft starfsemi á lóðinni, meðal annarra Bílaverkstæði Akraness, Rörasteypan og bílasalan Bílás þar til fyrrum húsakostur var jafnaður við jörðu fyrir um tveimur árum síðan og hafin bygging á átta hæða húsi. Á efri hæðum hússins hefur húsnæðisfélagið Búmenn látið byggja 38 íbúðir fyrir félagsmenn sína, annarri hæð hússins er að mestu óráðstafað en á neðstu hæð opnaði verslunin Módel síðastliðinn laugardag í um 750 fermetra rými. Þá er gert ráð fyrir að starfsemi Landsbankans á Akranesi flytji í hluta neðri hæðarinnar á næsta ári. Í kjallara hússins eru bílageymslur. Það var Sveinbjörn Sigurðsson hf. sem byggði húsið.

Sjá ítarlega frásögn um Búmenn og nýja verslun Módel í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is