Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2008 12:07

Fiskurinn í vinnslu innan sólarhrings

Hjónin Valentínus Guðnason skipstjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í Stykkishólmi eru eigendur harðfiskvinnslunnar Friðborgar sem tók til starfa í haust. Valentínus, sem var skipstjóri á Gullhólmanum, stærsta skipi Grundfirðinga í mörg ár, hafði lengi gengið með þann draum að setja á stofn harðfiskvinnslu. Eftir margra mánaða undirbúning við að koma upp aðstöðu og vélum í húsnæði fyrirtækisins á Hamraendum hófst vinnslan nú á haustmánuðum. „Það var einmitt 6. október. Þegar allt fór á annan endann í landinu, þá byrjuðum við,“ sagði Elísabet, sem reyndar er í fullri vinnu í leikskólanum en fær að grípa í pökkun harðfisksins um helgar.

Valentínus segist strax hafa sett sér það markmið að ná í hráefni til vinnslunnar sem væri innan við sólarhrings gamalt og það hafi tekist. „Það er kostur að hafa fiskmarkaðinn til að ná í nýtt hráefni. Oft fæ ég fisk í vinnsluna þegar ekki eru liðnir nema fjórir tímar síðan hann kom úr sjónum,“ segir Valentínus, en hann vill helst fá smáfiskinn sem er í kringum kílóið að þyngd. Það tekur sjö daga að þurrka fiskinn í þurrkklefanum. Valentínus segir að enn sem komið er sé vinnslan ekki komin á fullt, en þegar það gerist verði vandalaust að taka eitt og hálft tonn í gegn á viku. Hann segir að framleiðslan seljist jafnóðum og er því bjartsýnn á framhaldið. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is