25. nóvember. 2008 08:12
Lögreglan á Akranesi lagði höfuðáherslu á umferðareftirlit og forvarnir í vikunni sem leið. Um helgina voru 115 ökumenn stöðvaðir í sérstöku átaki. Sameiginlegt átak lögregluliðanna á Suður- og Vesturlandi felst í mjög miklu eftirliti með ölvunarakstri síðustu helgarnar í nóvember- og desembermánaða. Ökumenn stóðust athuganir lögreglu í flestum tilfellum, en upp komu tilfelli þar sem ökuskírteini voru útrunnin og e.t.v. ekki meðferðis. Á því er tekið með sektum en ef ökuskírteini er útrunnið er ökuréttur ekki í gildi. Í vikunni var einn ökumaður kærður vegna ölvunar við akstur og annar vegna aksturs undir áhrifum ólöglegra fíkniefna.