Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2008 04:03

Vildi gera eitthvað jákvætt í efnahagsástandinu

Garðar og lukkulegur "kúnni"
“Þetta fór allt á einum klukkutíma,” segir málarameistarinn Garðar Jónsson hjá samnefndri híbýlamálun á Akranesi, en Garðar tók upp á því að hreinsa hjá sér lagerinn og gefa 250 lítra af málningu. Fjölmargir nýttu tækifærið og lögðu leið sína í nýtt húsnæði Bíláss á Smiðjuvöllum á laugardag til þess að verða sér úti um málningu. “Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð frá fólki við þessu uppátæki. Menn voru bara eins og þeir væru með gull í höndunum.” Þetta er í fyrsta skipti sem Garðar ákveður að hreinsa hjá sér lagerinn með þessum hætti. Hann segir að efnahagsástandið hafi spilað þar inn í. “Ég vildi bara reyna að létta aðeins lundina í fólki á þessum krepputímum. Reyna að gera eitthvað jákvætt. Maður renndi náttúrulega alveg blint í sjóinn og vissi ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta. Viðbrögðin komu skemmtilega á óvart.”

Garðar segir að fólk hafi ætlað að nýta málninguna í hitt og þetta. “Einn ætlaði að mála hjá sér bílskúrinn og aðrir ætluðu að mála barnaherbergi svo dæmi séu tekin.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is