Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2008 01:02

Metaregn Skagakrakka á Íslandsmeistaramóti

Sundfélag Akraness átti 16 keppendur á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug um síðustu helgi. Árangur Skagamannanna var glæsilegur en liðið vann alls til 17 verðlauna í einstaklingsgreinum og einna verðlauna í boðsundum.

Þetta þýðir að sundmenn Sundfélags Akraness nældu sér í verðlaun í fjórða hverju sundi, sem er frábær árangur hjá ungu liði á Íslandsmeistaramóti fullorðinna.  Íslandsmeistaratitlarnir urðu tveir en þeim landaði Hrafn Traustason í 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi en auk þess vann hann til silfurverðlauna í einni grein. Hrafn og Inga Elín Cryer, sem vann til þriggja silfurverðlauna á mótinu, unnu sér einnig sæti í átta manna unglingalandsliði Íslands sem tekur þátt í Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð í desember. 

Rakel Gunnlaugsdóttir var einnig í miklu stuði um helgina og vann til hvorki fleiri né færri en fimm silfurverðlauna, sem er frábær árangur þegar haft er í huga að einungis voru veitt 17 silfurverðlaun í kvennaflokki á mótinu öllu.  Aðrir Skagamenn sem nældu í verðlaun voru Ágúst Júlíusson með tvenn slfurverðlaun, Jón Þór Hallgrímsson sem náði í þrenn bronsverðlaun og Leifur Guðni Grétarsson sem náði í tólftu silfurverðlaun Akurnesinga á mótinu.  Akranesmetin sem slegin voru þessa helgina voru 18 talsins og þegar haft er í huga sterk sundhefð á Skaganum og miklir afreksmenn í gegnum tíðina er ljóst að sundlið Sundfélags Akraness er afar sterkt og vel mannað um þessar mundir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is