Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2008 12:06

Folaldasýning HrossVest verður 7. desember

Blossi var hæst dæmda hestfolaldið í fyrra
Hin árlega folaldasýning Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldin sunnudaginn 7. desember í Söðulsholti á Snæfellsnesi og hefst klukkan 13.00. Þar verða sýnd og dæmd folöld í kynjaskiptum flokkum. Þrjú efstu folöld í hvorum flokki hljóta verðlaun. Einnig velja áhorfendur fallegasta grip sýningarinnar að sínu mati og fylgir kosningaseðill hverjum aðgöngumiða. Í hléi á sýningunni mun hestamannafélagið Snæfellingur afhenda árlegar viðurkenningar sínar fyrir árangur í keppni og hrossarækt. Uppboð verður á folaldi frá Hömluholtsbúinu og rennur söluverðið til styrktar Hrossvest vegna aðkomu þess að reiðhallarbyggingunni í Borgarnesi. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á staðnum.

Í fréttatilkynningu frá Hrossaræktarsambandinu segir að tekið sé við skráningum á folöldum á netfangið hrossvest@hrossvest.is  Þar þarf að skrá nafn, lit, uppruna, föður, móður, ræktanda og eiganda.  Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 3. desember. Skráningargjald er 500 krónur fyrir folald og skal það greitt inn á reikning 1103-26-2813, kt. 640169-2739. Aðgangseyrir fyrir gesti á sýninguna er krónur 1000 og verður ekki tekið við kortum við innganginn. 

 

Áhugafólk um vestlenska hrossarækt og fallegt ungviði í ræktunarstarfi í landshlutanum er hvatt til að mæta í Söðulsholt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is