Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2008 08:16

Ekkert stopp í byggingariðnaði í Hólminum

Það var allt í fullum gangi hjá smiðunum í Skipavík í Stykkishólmi þegar blaðamaður Skessuhorns var þar á ferðinni á dögunum. Þeir voru að vinna að byggingu fjögurra parhúsa við Móholt, rétt við leikskólann. Bygging tveggja parhúsanna er langt á veg komin og byrjað var að reisa þökin á hin tvö. Kristján Gunnlaugsson byggingarstjóri hjá Skipavík segir að búið sé að selja þrjú þessara húsa og væntanlega verði fólk flutt inn í þau í janúar- eða febrúarmánuði. „Það stoppar ekkert hjá okkur hérna nema eitthvað komi upp á. Ég held þetta sé í bjartari kantinum hjá okkur miðað við ástandið í þjóðfélaginu þótt við myndum samt alveg þiggja það að sjá aðeins meira,“ segir Kristján.

Byggingarflokkurinn hjá Skipavík er einnig að steypa upp einbýlishús við Laufásveg, sem er í grennd hótelsins. Þá er einnig í skoðun hjá Skipavíkurmönnum að halda áfram byggingu í orlofshúsahverfinu Arnarborg. Þar er búið að byggja tíu hús, eða á helming þeirra lóða sem úthlutað hefur verið í hverfinu. „Það hafa tveir aðilar sýnt áhuga á að kaupa þarna hús, en við ætlum ekki að byggja meira nema vera búnir að tryggja sölu,“ segir Kristján. Þá er einnig unnið að viðhalds- og smærri verkefnum hjá Skipavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is