26. nóvember. 2008 02:27
Næstkomandi laugardag klukkan 13-15 verður opnaður handverksmarkaður undir nafninu Gallerí Bibba í verkalýðshúsinu í Grundarfirði. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 14-17 flesta daga fram að jólum. Stefnt er að því að hafa opið eina kvöldstund í viku og verða ýmsar uppákomur í boði. Til dæmis verða handprjónaðar vörur eftir Bibbu, Ingibjörgu Sigurðardóttur, og ýmislegt annað handverk til sölu. Einnig verða föndurvörur frá versluninni Litir og Föndur. Ingibjörg er stofnandi Gallerí Bibbu og vonar hún að sem flestir sjái sér fært að kíkja við.