Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2008 08:09

Bæjarstjórnin einhuga með aðgerðaáætlun í Grundarfirði

„Við eigum við það sama að glíma og aðrar sveitarstjórnir. Tekjuskerðing og gríðarlega aukinn fjármagnskostnaður þýðir að fjárhagsáætlun fyrir þetta ár mun ekki standast. Núna þegar vinna er að hefjast við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár eru hlutirnir illa samræmanlegir,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sveitarstjóri í Grundarfirði í samtali við Skessuhorn. Hann segir að lauslega áætlað hvað tekjuliðinn varðar megi gera ráð fyrir að þær verði um 46 milljónum lægri fyrir næsta ár en áætlaðar tekur þessa árs voru, og um 70 milljónum lægri en tekjur næsta árs hefðu átt að vera miðað við eðlilegt ástand. Samkomulag hefur náðst milli meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar Grundarfjarðar um aðgerðaráætlun til að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu.

„Þessi erfiða staða krefst þess að allir kjörnir fulltrúar vinni náið saman og leggist á eitt með að gera það besta úr hlutunum. Það er einfaldlega ekki rými fyrir pólitíska flokkadrætti. Menn verða að leggja pólitísk ágreiningsefni til hliðar í bili. Meginmarkmiðin við þessar aðstæður sem nú eru uppi er ábyrg fjármálastjórn, stöðugleiki í rekstri og trygging grunnþjónustu fyrir íbúa,“ segir Guðmundur Ingi.

Í tilkynningu frá bæjarstjórn Grundarfjarðar segir m.a. að til að mæta þrengri fjárhagsstöðu mun bæjarstjórnin skilgreina grunnþjónustu bæjarfélagsins og leggja áherslu á að skerða hana ekki. Engin áform eru um uppsagnir starfsfólks að svo stöddu, en dregið verður úr kostnaði og nýráðningum. Stóraukins aðhalds verður gætt í innkaupum og stefnt að sparnaði í þeim á næstu mánuðum og árum. Leitast verður við að tryggja fjármögnun fyrir nauðsynlegum framkvæmdum. Forgangsröðun framkvæmda verður endurskoðuð og þeim framkvæmdum sem geta beðið eða kalla á aukinn rekstrarkostnað, verður frestað eða dregið úr kostnaði vegna þeirra. Við framangreint mat verði jafnframt tekið mið af áhrifum á atvinnustig, segir í sameiginlegri tillögu bæjarstjórnarinnar á Grundarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is