Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2008 07:29

Refurinn sækir í nágrenni Fíflholta

Á undanförnum vikum hafa átta refagreni verið unnin í tveggja kílómetra radíusi umhverfis sorpurðunarstöðina í Fíflholtum á Mýrum.  Þekkt er að ýmiss vargur sækir í slíka staði og hafa veiðimenn t.d. fengið leyfi til að æfa skotfimi sína á staðnum til að halda vargfugli frá. Mýrarnar eru um margt gjöfult landssvæði og þar eru góð uppvaxtarskilyrði fyrir lágfótu sem sækir í vaxandi mæli nær byggð og gerir sig heimakomna í nágrenni í Fíflholta.  Hrefna B Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunarstöðvar Vesturlands segist ekki geta staðfest tölu um fjölda unninna minkagrena í haust en kannast við að refi hafi fjölgað talsvert í nágrenni stöðvarinnar. Hún segir að refur einn hafi fyrir um tveimur árum síðan gert sig óþarflega heimakominn og byggt sér greni inni í gömlu hitaveituröri sem er innan svæðisins.

“Það er alltaf erfitt að eiga við varg af þessu tagi en þó hafa vanir grenjaveiðimenn verið að störfum á svæðinu og fundið nokkur greni og unnið á þeim. Þetta er stöðug vinna,” segir hún. Hrefna segir að viðkvæmur úrgangur eins og sláturúrgangur sé alltaf urðaður strax og hann berst og því eigi refir og fuglar ekki að geta komist í hann að næturlagi. Þá segir hún að annað sorp sé urðað í lok hvers vinnudags.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is