27. nóvember. 2008 04:10
Nú hafa margir bændur hýst fénað sinn og við taka margar ánægjustundir við gegningar. Skessuhorni barst meðfylgjandi mynd á dögunum með þeim orðum að ekki væru allir þjakaðir af áhyggjum af kreppu og annarri óáran. Myndin er af tveimur vinkonum í Bæjarsveitinni, þeim Lindu Maríu og Blíðfinnu. “Það er enginn kuldapollur í hjartanu þar,” segir í bréfinu sem fylgdi með myndinni. Myndina tók Hanna Kristín Þorgrímsdóttir.