Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2008 08:14

Utangarðslistamenn halda sýningu á verkum sínum

Mósaiklampar unnir af listamönnunum
Mikið hefur verið að gerast í Galleríinu Brák í Borgarnesi að undanförnu enda ekki nema rúm vika í sýningu utangarðslistamannanna hennar Ólafar Davíðsdóttur. „Þær eru ótrúlegar framfarirnar hjá þeim síðasta árið og þetta verður flott sýning hjá þeim. Þeir eru búnir að vera mjög duglegir strákarnir mínir,“ segir Ólöf, en þeir hafa verið níu í læri hjá henni á árinu, flestir geðfatlaðir einstaklingar en Ólöf segir að fleiri hafi bæst í hópinn að undanförnu. Sýningin verður í Landnámssetrinu sunnudaginn 7. desember.

Ólöf segir að listamennirnir hafi mest verið að vinna í mósaík en einnig hafi Steinunn Steinarsdóttir listamaður leiðbeint þeim í málaralist. „Það verður svo hlé á þeirra starfi hjá mér í desember. Við taka námskeið þar sem ég tek á móti fólki með börnin sín með sér, þar sem það getur útbúið jólagjafir undir minni leiðsögn, til dæmis fyrir afa og ömmu,“ segir Ólöf.

 

Það er búið að vera ýmislegt í gangi hjá utangarðslistamönnum Ólafar á árinu. Til dæmis fóru þeir í vikuferð til Vínar í Austurríki í vor en þar var haldin fyrsta ráðstefna evrópskra Outsiders Art listamanna. Áður höfðu þeir safnað í ferðasjóð með sölusýningu í Landnámsestrinu eins og greint var frá hér í Skessuhorni.

Ólöf segir að draumurinn sé að gera jólakort með verkum utangarðslistamannanna eða gefa út litla bók. “Mér finnst við verða að vera opin fyrir því hér á Vesturlandi að taka höndum saman um alþýðulist og passa upp á hana,” segir Ólöf. “Hér í Borgarnesi eru til dæmis þvílíkir listamenn sem ekki hafa fengið að njóta sín.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is